Upplýsingar

Saga Hóla

Hólar í Hjaltadal hafa verið eitt helsta menningar- og menntasetur landsins í hartnær þúsund ár. Þar er bæði að finna Háskólann á Hólum og Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja á Íslandi.

Kíktu í heimsókn að Nýjabæ, sem er fallegur torfbær sem reistur var árið 1860, og lærðu allt samspil manns og hests í áranna rás á Sögusetri íslenska hestsins.

Ef þorstinn sækir að eftir annasaman dag er tilvalið að njóta veitinga á Bjórsetri Íslands, sem er minnsta ölgerð landsins!

Einstök náttúra

Upplifðu fegurð og kyrrð skógarins og hins sögufræga Hjaltadals.

Um Hóla liggur fjöldi gönguleiða sem henta bæði þeim sem vilja rölta styttri vegalengdir og þeim sem vilja klífa tinda.

Við erum stolt af náttúrunni okkar og sögunni á svæðinu og leggjum áherslu á sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu.

Staðsetning

Hólar í Hjaltadal er lítið háskólaþorp, aðeins 11 km frá hringveginum. Þaðan er einungis 25 mínútna akstur að Sauðárkróki og einn og hálfur klukkutími til Akureyrar. Á Hólum er ótalmargt að sjá, kanna, læra og skoða en þar er jafnframt tilvalið að gista ef áhugi er fyrir að kanna fleiri áhugaverða staði í Skagafirði.