Framkvæmdastjóri Hjaltadals ferðaþjónustu, Gústaf Gústafsson, er með MSc gráðu í stjórnun ábyrgrar ferðaþjónustu og vinnur nú að doktorsgráðu í sama fagi. Hann er einnig aðjúnkt við Háskólann á Hólum.

Markmið okkar er að gera Hóla ​​að betri stað til að búa á og þar með að betri stað til að heimsækja. Við stundum ábyrga ferðaþjónustu sem leiðir okkur að sjálfbærari framtíð.

Við berum ábyrgð á gestum okkar, starfsfólki og öðrum hagsmunaaðilum, rekstri okkar og áhrifum á nærsamfélagið sem og víðar.

Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikilvægt að skapa tækifæri fyrir fólkið að Hólum, huga að þörfum þeirra og hafa hagsmunaaðila á svæðinu með í ákvarðanatökuferli okkar. Við leggjum einnig áherslu á sanngjarna skiptingu efnahagslegs gróða.

Í samræmi við markmið okkar um sjálfbærni býður matseðillinn okkar upp á mat sem er að mestu framleiddur á svæðinu og við reynum að lágmarka matarsóun og aðra sóun. Við bjóðum viðskiptavinum okkar sanngjarnt verð og komum fram við starfsfólk okkar af sanngirni – og við erum vitaskuld á móti allri mismunun.

Við höfum náð umtalsverðum árangri á síðastliðnu ári við að skilgreina verkefni okkar til að sýna enn meiri ábyrgð. Markmið okkar er að segja frá aðgerðum okkar og starfsemi með reglubundnum hætti á skýran og aðgengilegan hátt.

Árið 2022 vonumst við til að halda vegferð okkar í átt að meiri sjálfbærni áfram og höfum sett okkur spennandi markmið í þeim efnum. Við vonumst einnig til að skilgreina hver eru mikilvægustu viðfangsefnin varðandi ábyrga ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila hér á Hólum sem verður leiðbeinandi fyrir okkur og samstarfsaðila okkar.

Fyrir árslok 2022 stefnum við að því að bæta aðgengi fyrir fólk sem býr við skerta hreyfigetu og að minnsta kosti tvö af gistirýmum okkar muni þá hafa gott aðgengi fyrir alla.

COVID – 19: Við förum eftir ráðleggingum íslenskra yfirvarlda hvað varðar sóttvarnir, sem og þeim ráðleggingum sem gefnar eru út af Ferðamálastofu og World Travel & Tourism Counsil, til að lágmarka áhættu og tryggja velferð allra sem búa á Hólum eða sækja þá heim.