Nóg að gera

Menning og saga

Saga Hóla nær allt aftur til landnáms. Hólar hafa verið setur menningar og mennta frá 12. öld en þar var settur biskupsstóll árið 1106.

Við mælum með að heimsækja elstu steinkirkju landsins, Hóladómkirkju, sem byggð var árið 1783 og að kíkja inn í torfbæinn Nýjabæ til að kynnast lifnaðarháttum fyrri alda.

Einnig er tilvalið að heimsækja Sögusetur íslenska hestsins sem sýnir hið nána samband okkar við þarfasta þjóninn, allt frá landnámi til dagsins í dag.

Í Skagafirði eru einnig spennandi sögutengd söfn og sýningar á borð við Glaumbæ, Vesturfarasetrið og Sögusetrið 1238 þar sem þú getur upplifað Sturlungaöldina í sýndarveruleika.

Viðburðir og ráðstefnur

Við leggjum áherslu á ábyrga ferðamennsku og því eru Hólar tilvalinn staður fyrir ráðstefnur og aðra viðburði.

Hér eru reglulega haldnir viðburðir á borð við Dekurhelgar og Villibráðakvöld en við bjóðum einnig upp á þá þjónustu að sérsníða helgarferðir fyrir hópa.

Síðast en ekki síst – ekki missa af hinni árlegu bjórhátíð í Bjórsetri Íslands!

Útivist í fallegri náttúru

Kannaðu náttúruna í Hjaltadal. Frá Hólum liggur fjöldi frábærra göngustíga sem leiða þig um svæðið, hvort sem þú hyggst rölta um skóginn eða ganga á fjall. Við mælum með að ganga upp að Gvendarskála, að grjótnámunni eða klífa Elliða.

Það er einnig tilvalið að gera Hóla að grunnbúðum til að kanna allt það sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða en þar er meðal annars hægt að fara í sund, skella sér á hestbak, spila golf, renna fyrir fisk, skoða fugla, fara í kajakferð eða halda í flúðasiglingu.

Eitt er víst að ekki vantar valkostina!

Kaffi Hólar

Hólar leggja metnað sinn í að bjóða upp á gómsætan mat á sanngjörnu verði úr fyrsta flokks hráefni úr héraðinu.

Komdu til okkar í morgunmat, hádegismat eða kvöldmat og við munum gleðja bragðlaukana þína!

Dásamleg dekurhelgi að Hólum

Helgin hefst á föstudagskvöldið með bjórsmökkun og léttum kvöldverði og síðan er línudansnámskeið til að hrista af sér vikuna og skapa góða hópstemningu.

Eftir morgunverð á laugardeginum fer hópurinn í gönguferð um skóginn og náttúruna svæðisins undir leiðsögn heimamanns sem þekkir sögu Hóla eins og lófann á sér. Á völdum dagsetningum býður séra Solveig Lára Guðmundsdóttir upp á sambandsráðgjöf, en þá þjónusta getur pör bókað á staðnum ef þau hafa áhuga.

Síðar um daginn verður fá gestir að fræðast um villibráð, gæs og hreindýr, og hvernig hún er meðhöndluð. Í kjölfarið er að sjálfsögðu boðið upp á sælkera villibráðarkvöldverð á Kaffi Hólum.

Sunnudagsmorgunn er afslappaður og er morgunmatnum fylgt eftir með námskeiði um núvitund og léttum æfingum til að finna innri ró. Fyrir þá sem það hentar er síðan sunnudagsguðsþjónusta í Hóladómkirkju.

Rólegur og kyrrlátur endir á ánægjulegri helgi sem skilur gesti eftir bæði endurnærða og afslappaða.

Hádegisverður á sunnudagi bindur enda á formlega helgardagskrá.

Bóka núna

Dekurhelgi að Hólum

08 Oct 2021, 16:00 – 10 Oct 2021, 14:00
Hólar í Hjaltadal

Dekurhelgi og sambandsráðgjöf að Hólum

15 Oct 2021, 16:00 – 17 Oct 2021, 20:00
Hólar í Hjaltadal

Dekurhelgi að Hólum

22 Oct 2021, 16:00 – 24 Oct 2021, 20:00
Hólar í Hjaltadal

Villibráðakvöld

06 Nov 2021, 19:15 – 07 Nov 2020, 02:00
Hólar í Hjaltadal