Kaffi Hólar - Gestamóttaka og veitingar
Opnunartími yfir vetur (september – maí):
Mánudaga til föstudags: 08:00 – 16:00
Morgunmatur skv. bókun : 08:00 – 10:00
Tekið er á móti bókununum fyrir hópa á kvöldin samkvæmt samkomulagi.
Matur úr héraði
Kaffi Hólar bjóða upp á úrval rétta þar sem áherslan er á mat úr héraði og sanngjarnt verðlag.
Kaffi Hólar eru staðsettir í aðalbyggingu Háskólans á Hólum og tekur veitingastaðurinn 55 í sæti. Hægt er að panta morgunmat, hádegishlaðborð og af matseðli.
Forréttir
Verð
- Heitreykt bleikja 1800 ISK
Heitreykt bleikja, Reykir í marineruðu spergilkáli, ristaðar hnetur og sólseljukrem.
-
Laugarmýrarsalat 1500 ISK
Brakandi ferskt salat með hindberjum, Gretti, stökkum jarðeplum og sinnepssósu.
- LUND FRÁ BIRKIHLÍÐ 1750 ISK
Grafin ærlund ásamt tröllasúrusultu, piparrótarsósu og heimabökuðu brauði.
- SÚPA DAGSINS 1.200 ISK
Súpa dagsins með kryddjurtaolíu, sætkartöfluflögum og heimabökuðu brauði.
Aðalréttir
Verð
- STEIK FRÁ BIRKIHLÍÐ 4300 ISK
Grilluð lamba- eða folaldasteik, jarðeplamús, ristað rótargrænmeti, sultaður laukur og rauðvínsgljái.
- HÓLABLEIKJA 3200 ISK
Pönnusteikt bleikja, bakaðir konfekttómatar, ristað jarðeplasmælki, Feykir og sítrónuilmuð hvítvínssósa.
-
ÞAÐ BESTA FRÁ LAUGAMÝRI 2100 ISK
Hunangsristað grænmeti með stökkum sólblómafræum, marineruðu blómkáli og reyktri sveppasósu.
Eftirréttir
Verð
-
GUÐMUNDUR GÓÐI BISKUP 900 ISK
Hafrakakan hans Guðmundar Góða. Hjónabandssæla eins og við viljum hafa hana.
-
SKYR 1350 ISK
Skyr og bláberjakaka.